
Uppistand á skagaströnd David Valley og Eggert Smári

Laugardaginn 27. september fær Skagaströnd heimsókn frá tveimur grínistum sem hafa verið á faraldsfæti með sýningu sína víða um Norðurlönd – og lengra!
David Valley, færeyski uppistandarinn á bakvið History of the Faroe Islands (Please don’t laugh), flytur sitt efni á ensku, á meðan Eggert Smári, sem rekur uppistandsklúbbinn í Reykjavík, gerir sitt á íslensku. Þeir hafa flutt sýningar saman í Reykjavík, Færeyjum, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi – og nú er komið að Skagaströnd.
Búast má við beittum bröndurum, sögum sem ættu kannski ekki að vera sagðar, og tveimur mönnum sem gera sitt besta til að gera laugardagskvöldið aðeins fyndnara á Skagaströnd.
Fyrstu 10 miðarnir kosta 2000 og 2500 eftir ( 3000 við hurð ).
Taktu vini þína með og vertu tilbúin(n) að hlæja svo hátt að það heyrist til Sauðárkróks.
Lika hægt að panta miða á info@comedyiniceland.com
Venue Info
Hólanes Restaurant & Bar, Hólanesvegur, Skagaströnd, Iceland
View on Map